Grillpartý föstudaginn 4. júní
Við ætlum að fresta opnu húsi og hafa grillpartý föstudaginn 4 júní. Grillið verður klárt kl 19:00 og eftir það getum við sest upp á baðstofuloft, sagt hjóla- og hreystisögur. Pylsur og gos í boði Fjallahjólaklúbbsins en það má taka með sér veigar, ef fólk vill drekka eitthvað annað. Ef einhver á gítar eða önnur hljóðfæri má kippa þeim með. Aldrei að vita nema okkur takist að skapa brekkustemmingu í stiganum upp á loft. Væri ekki svolítið gaman að bregða sér í betri fötin og lyfta Klúbbhúsinu á virðulegra plan. Hjólaföt samt alveg í lagi sko.